Handbók í textíl

89 ÚTSAUMUR Brotin og felld stjarna í pottaleppa Í þessari aðferð eru rétthyrndir efnisbútar brotnir saman og lagðir hver ofan á annan þar til stjarna myndast fyrir miðju. Í tilbúnu verki er efnisþykktin það mikil að mögulegt er nota aðferðina til að búa t.d. til pottaleppa. 1. Sniðnir eru 4 bútar: A 10 cm x 15 cm B 15 cm x 18 cm C 16 cm x 20 cm Notið rúlluhníf, reglustiku og bútasaumsmottu. 2. Sníðið bútana, brjótið til helminga og strauið. Sníðið tvö stykki (grunnefni og bakhlið) sem eru 20 cm x 20 cm. Brjótið og strauið annað stykkið (grunnefni) samkvæmt teikningu. Leggið A hluta á grunnefnið, nælið og beinsaumið fyrir miðju. Fyrst tvo lárétt og síðan tvo lóðrétt. Brjótið lausu hluta A að miðju og nælið. ✄ ✄ ✄ ✄ 3. Leggið B hluta að hluta til ofan á A hluta og saumið í lóð- og láréttu línurnar í gegnum öll efnislögin. Brjótið lausu hluta B að miðju og nælið. 4. Leggið C hluta að hluta til ofan á A hluta þannig að form stjörnu komi fram og saumið í báðar skálínur í gegnum öll efnislögin. Brjótið C hluta að miðju og nælið. 5. Snyrtið og jafnið kanta. Leggið grunnefnið ofan á röngu á efnið fyrir bakhlið. Víxlsaumið saman hliðarkanta. 6. Búið til bindingu til að ganga frá köntum (8 cm x 90 cm). Búið til hanka úr afgöngum af bindingu og festið á pottaleppa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=