Handbók í textíl

85 ÚTSAUMUR Vattering í vél 1. Saumið saman blokkirnar í lengjur og strauið vel yfir. Sníðið sömu lengd og breidd úr vattefni og bakefni. 2. Leggið fyrstu blokklengjuna ofan á bakefnið með röngur saman og leggið vattefnið á milli. Nælið saman efnislögin með öryggisnælum og beinsaumið eða víxlsaumið saman stykkin meðfram öllum köntum. 3. Leggið eitt lag af vattefni á borð og bakefni ofan á með réttuna upp. Leggið fyrri blokklengjuna (með vatt- og bakefni) með réttuna upp ofan á bakefnið. Leggið efst næstu blokklengju með rönguna upp. Nælið saman og beinssaumið saman öll sex efnislögin. 4. Brjótið út og bein- eða víxlsaumið meðfram næstu blokklengju. Mögulegt er að vattera um leið í línurnar á bútasaumnum í saumavélinni. 5. Saumið á sama hátt það sem eftir er af blokk-, vatt- og bakefnislengjum. Vatterið eftir þörfum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=