Handbók í textíl

80 ✄ ✄ ✄ RA RA RÉ RA RÉ Einfaldir ferningar og hraðsaumur Hægt er ná meiri afköstum með aðstoð hraðsaums, sérstaklega í stærri bútasaumsverkum. Með því að hagræða vinnuferlinu við að sníða og sauma er verið að spara tíma og fyrirhöfn. Saumavélin er stillt á minni sporlengd en venjulega (hámark 2 mm) þannig að saumarnir rakni ekki upp þegar klippt er á milli. Hraðsaumur á ferningum 1. Sníðið tvo renninga, sinn í hvorum litnum, með rúlluhníf. Breidd rennings = tilbúin breidd + saumför. 2. Leggið efnisrenninga með réttur saman. Beinsaumið meðfram annarri langhlið með stuttri sporlengd. Sníðið niður ferninga úr tvöfalda efninu. 3. Opnið hvern hluta sem mynda nú rétthyrninga sem búnir eru til úr tveimur ferningum sínum í hvorum lit. Strauið saumför að dekkri lit. Þegar saumaðir eru saman tveir rétthyrningar verður útkoman nýr ferningur (= ein blokk). 4. Hægt er að búa til margar slíkar blokkir og sauma saman í stærri verk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=