69 ÚTSAUMUR Gamli krosssaumurinn (fléttusaumur) Fléttusaumur er reiknaður í rúðum eins og krosssaumurinn og þannig náskyldur honum. Hæðin á hverju spori er yfir tvo þræði og á breiddina er farið á víxl yfir 4 þræði og í kross yfir 2 þræði (á einnig við ef sporin eru saumuð lóðrétt). Í byrjun og enda umferða er saumað venjulegt krosssaumsspor og síðan haldið áfram – yfir fjóra og í kross yfir tvo. Lokið er við hverja umferð og næsta umferð saumuð til baka, þ.e. í gagnstæða átt, við það myndast „fléttuáferð“. Útsaumsefnið þarf að vera með jafnmörgum þráðum í uppistöðu og ívafi á hvern sentimetra (einskefta) með afgerandi þráðum og oftast er saumað með ullargarni. Efni og áhöld – efni með afgerandi uppistöðu- og ívafsþráðum (einstefta) – strammi eftir þörfum – útsaumsgarn sem hentar útsaumsefninu – nál með rúnnuðum oddi – útsaumshringur eftir þörfum Rúmábreiða saumuð með fléttusaumi og talin vera frá 17. öld. Ábreiðan er oft nefnd „riddarateppið“ vegna þess að sumar myndirnar eiga sér uppruna í riddarasögum miðalda. Varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=