59 HEKL Að útfæra heklmunstur Ef teikna á eigið munstur fyrir heklverk er munstrið teiknað fyrst á rúðupappír. Einfaldið munstrið eftir þörfum. Ein rúða samsvarar fjórum stuðlum. Reynið að halda köntum jöfnum þegar heklað er með mörgum götum. Heklið á það til að breikka eða dragast saman þegar heklað er. Þegar munstureining er endurtekin verður til renningur eða milliverk. Heklið gjarnan stuðlaþyrpingu í köntum. Kantar verða stöðugri og auðveldara að halda sömu breidd á verkinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=