56 Formuð heklverk Heklaður hringur 1. Heklið 5 loftlykkjur. Tengið saman loftlykkjur með keðjulykkju þannig að hringur myndist. Stingið nál í miðjan loftlykkjuhring og heklið 10 fastalykkjur fyrir fyrstu umferðina. 2. Heklið næstu umferð með tveimur lykkjum í hvert lykkjuband fyrri umferðar. 3. Þegar heklað er í hring er útaukningum deilt jafnt á umferð. Fjöldi útaukninga getur tengst grófleika heklunálar, þykkt garnsins og handbragði hvers og eins. Athugið að ekki myndist bylgjur í heklverkingu eða að það herpist saman og verði eins og skál í laginu. Umferðir eru heklaðar í spíral og þar sem umferð endar og byrjar verður nær ósýnilegt. Hver umferð endar með keðjulykkju. Einföld hekluð húfa Húfan er hekluð á sama hátt og lýst er hér að framan. Þegar hringurinn mælist um það bil 15 cm í þvermál er dregið úr útaukningu þannig að smám saman myndast skállaga form. Mátið húfuna eftir hverja umferð. Aukið eða dragið úr lykkjufjölda eftir þörfum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=