Handbók í textíl

52 Fastahekl 2. Bregðið aftur um garnið og dragið í gegnum báðar lykkjur. Fastalykkjan er núna tilbúin. 1. Stingið heklunál undir aftara lykkjuband fyrri umferðar. Bregðið um garnið og dragið í gegn. Núna eru tvær lykkjur á heklunál. Hálfur stuðull 3. Bregðið aftur um garnið og dragið í gegnum allar þrjár lykkjurnar. 1. Bregðið um garnið með heklunál. 2. Stingið nál undir aftara lykkjuband fyrri umferðar, bregðið um garnið og dragið í gegn. Núna eru þrjár lykkjur á heklunál. Byrjið heklverk með loftlykkjum. Athugið að lykkjur verði ekki of hertar. Heklið fyrstu umferð með því að stinga heklunál undir lykkjuband loftlykkja. Byrjið að hekla í þriðju loftlykkju. Þegar heklað er fram og til baka er alltaf byrjað á nýrri umferð með loftlykkjum þannig að heklið nái upp hæð fyrir næstu umferð. Fjöldi loftlykkja í upphafi umferða er mismunandi eftir því hvaða heklaðferð er notuð, ef hekla á tvíbrugðinn stuðul getur jafnvel þurft 5 loftlykkjur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=