Handbók í textíl

50 Áhöld og garn fyrir hekl Heklunálar eru með stærðarnúmeri eins og prjónar. Númer heklunálar er gefið upp á flata hluta skaftsins. Hærri númer segja til um meiri grófleika nálar. Heklunálar sem ætlaðar eru sérstaklega fyrir fíngerð blúnduverk eru aftur á móti merktar þannig að því hærra sem númerið er því fínni er nálin. Hekl er hentug og fremur einföld textílaðferð. Hægt er að nota nánast hvaða garn sem er til að hekla úr en fyrir fatnað á helst að nota prjónagarn. Heklið er þykkara og þéttara en prjón ef miðað er við að notað sé sama garn og stærðarnúmer. Mikilvægt er að gera heklprufu til að skoða stíf- og liðleikann áður en byrjað er á nýju verki. Snúðfast bómullargarn (með þéttum spuna) er notað í hekluð rúmteppi og gardínur. Hörgarn hentar einnig fyrir hekl. Í fíngerð blúnduverk er notað þunnt tvinnað garn með góðum togstyrk. H ekl er aðferð þar sem lykkjur eru myndaðar með garni og heklunál. Hægt er að hekla með fleiri en einum lit í sömu umferð. Áður fyrr var vinsælt að hekla blúndur. Sængurver og fínir vasaklútar voru gjarnan skreyttir blúndum. Hekl Heklunálar eru búnar til úr plasti eða málmi. Þykkari nálar eru helst út plasti en þær fíngerðu sem notaðar eru í fíngerð blúnduverk eru úr stáli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=