49 HEKL Í fyrstu íslensku hannyrðabókinni, Leiðarvísir til að nema íslenskar hannyrðir, sem gefin var út árið 1886 er að finna leiðbeiningar um hekl. Hekl var áður fyrr kennt í kvenna- og húsmæðraskólum og voru aðallega heklaðir minni dúkar, blúndur og milliverk í sængurver. Handavinnublöð og bækur hafa viðhaldið útbreiðslu heklsins og þangað eru helst sóttar fyrirmyndir. Í dag er hekl einnig kennt með fjölbreyttum hætti í skólum, auk þess hefur hekl viðhaldist sem vinsæl tómstundaiðja á heimilum. Heklað kot. Fram og afturstykki eru hekluð í heilu lagi. Kot voru gjarnan notuð eins og nærbolur er notaður í dag. Heklað spari hálsbindi. Gert veturinn 1895–1896.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=