46 Ullarhúfa með stuðlaprjóni Stærð: fullorðinn/barn Garnmagn: 100 g Prjónastærð: 3,5 eða samkvæmt prjónfestu Munstur: Stuðlaprjón 3 sl., 2 br., sjá skýringarmynd Prjónfesta: 22 L og 26 umferð stuðlaprjóna = 10 cm Fitjið upp 100/80 L með húsgangsfit á 40 cm hringprjóna. 1. umferð: Prjónið allar lykkjur slétt. Tengið í hring til að hefja hringprjón. Setjið prjónamerki við byrjun umf. Gætið þess að prjónið sé ekki snúið á prjónum við tengingu. 2. umferð: Prjónið *3 sl. og 2 br.*, endurtakið frá *til* út umferðina. Haldið áfram að prjóna í hring *3 sl. , 2 br.*, endurtakið frá *til*. Einnig er hægt að nota sokkaprjóna í stað hringprjóna. Byrjið úrtökuna þegar húfan mælist 19 cm: 1. úrtökuumferð: Prjónið *3 sl., 2 br. saman*. Endurtakið frá *til* alla umferðina. 2. úrtökuumferð: Prjónið *3 sl., 1 br.* Endurtakið alla umferðina. 3. úrtökuumferð: Prjónið *2 sl., takið 1 L óprjónaða, prjónið 1 sl. og steypið óprjónuðu yfir þá prjónuðu*. Endurtakið frá *til* alla umferðina. 4. úrtökuumferð: Prjónið eina umferð slétt. 5. úrtökuumferð: Takið *2 L óprjónaðar, prjónið 1 sl. og steypið tveimur óprjónuðum yfir þá prjónuðu*. Endurtakið frá *til* alla umferðina. 6. úrtökuumferð: Prjónið eina umferð slétt. Klippið garnið og þræðið endann í gegnum lykkjurnar sem eftir eru með stoppunál. Gangið frá garnendum. Hér er dæmi um uppsetningu í prjónauppskriftum í prjónablöðum, prjónabókum og prjónasíðum á netinu. Uppskriftin er fyrir tvær stærðir. Hægt er að setja dúsk á húfuna til skrauts.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=