Handbók í textíl

44 Oddaúrtökur Prjónalykkjum er skipt jafnt niður á sokkaprjónana áður en úrtakan hefst. Úrtakan hefst á sokkum og vettlingum þegar litli fingur og litla táin sjást ekki lengur við mátun. Ef ákveðið hefur verið að skipta um lit á garni í lokin er ráðlegt að prjóna eina umferð með nýja litnum áður en úrtakan hefst. Allar eftirfarandi úrtökur er einnig hægt að nota á húfum. Fjórföld úrtaka Úrtaka á fjórum stöðum hentar bæði fyrir sokka og vettlinga. 1. Byrjið úrtökuna með því að hafa jafnmargar lykkjur á hverjum prjóni. 2. Prjónið tvær lykkjur saman slétt á enda hvers prjóns. Herðið vel að með garninu við hverja úrtöku til að koma í veg fyrir göt. Prjónhlutinn minnkar hratt við úrtökurnar. Á úrtökustöðum myndast lykkjukeðjur. 3. Haldið áfram þar til tvær lykkjur eru eftir á hverjum prjóni. 4. Klippið garnið og hafið nógu langan spotta í frágang. Þræðið enda upp á stoppunál. 5. Þræðið nálina í gegnum lykkjurnar og herðið að. 6. Gangið frá enda á röngu með því að þræða hann í spíral milli lykkjuboga. Þreföld úrtaka Úrtaka á þremur stöðum er gerð á sama hátt og fjórföld úrtaka. Munurinn er að lykkjunum er skipt jafnt niður á þrjá prjóna. Þreföld úrtaka hentar vel á fingravettlinga og þumla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=