Handbók í textíl

38 hjálpargarn fyrir þumalinn Þumall Staðsetning á þumli Athugið að þumallinn sé ekki staðsettur fyrir miðju á vettlingi. Þumall á vinstri vettlingi er prjónaður í lokin á prjóni tvö og þumall á hægri vettlingi í byrjun á prjóni þrjú. Röðin á prjónunum eru reiknuð út frá garnenda við upphaf fitjunar. 4 3 1 4 2 Hægri Vinstri 3 1 2 Hjálpargarn fyrir þumalinn Heildarlykkjufjöldi fyrir þumal er um 1 1/2 sinnum fjöldi lykkja á einum vettlingaprjóni. Ef einn prjónn er með t.d. 8 lykkjum, er heildar lykkjufjöldi fyrir þumal 12 lykkjur. Helmingur þeirra, 6 lykkjur eru við þumalop prjónaðar með hjálpargarni í öðrum lit. Hjálpargarnið er rakið upp síðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=