Handbók í textíl

34 Að ganga frá hringprjóni Á þeim stað sem skipting er á milli umferða, milli fyrstu og síðustu lykkju í hringprjóni, myndast millibil. Bilið er saumað saman með stoppunál og garni. 1. Þræðið garnenda undir báða lykkjuboga á fyrstu lykkju. 2. Þræðið til baka niður í síðustu lykkjuna og herðið að þannig að bilið hverfi. 3. Gangið frá garnenda á röngunni. Að ganga frá oddaúrtökum 1. Endið úrtöku þegar aðeins tvær prjónalykkjur eru eftir á hverjum prjóni. 2. Klippið garnið og þræðið garnendann í gegnum lykkjurnar með stoppunál eða takið tvær lykkjur saman og dragið garnið í gegnum þær þar til dregið hefur verið í gegnum allar lykkjurnar. 3. Herðið að með garnendanum og þræðið yfir á röngu með nál. 4. Gangið frá enda á röngunni með því að þræða hann í spíral milli lykkjuboga. Að ganga frá garnendum Aldrei er gengið frá garnendum með því að hnýta þá saman vegna þess að prjónið er teygjanlegt og hnútar rakna auðveldlega upp. 1. Gangið frá garnenda á röngunni eins langt og lengd nálar nær. 2. Í stuðlaprjóni er garnið fest í lóðrétta átt í efri og neðri hluta lykkja. Gangið frá garnendum í sitthvora áttina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=