Handbók í textíl

PRJÓN 27 Kaðlar Kaðall er vel sýnilegur ef prjónalykkjurnar næst honum eru brugðnar. Prjónið þess vegna eina eða fleiri brugðnar lykkjur til beggja hliða við kaðalinn. Lykkjurnar í kaðlasnúningnum er auðvelt að flytja til með kaðlaprjóni (hjálparprjóni). Prjónið samkvæmt skýringarmynd tvær brugðnar lykkjur, síðan sex sléttar lykkjur, í sex umferðum. Byrjið síðan kaðlasnúninginn: Prjónið tvær brugðnar lykkjur, flytjið næstu þrjár yfir á Mjór kaðall Prjónið tvær sléttar og tvær brugðnar lykkjur. Í fjórðu hverri umferð er búinn til kaðall: Fyrst er prjónuð slétt lykkja í sléttu lykkju númer tvö og síðan í sléttu lykkju númer eitt. Sléttu lykkjurnar sem fara í kross mynda síðan mjóan kaðal. Kaðall kaðlaprjón, prjónið þrjár sléttar lykkjur, prjónið síðan lykkjurnar á hjálparprjóninum sléttar. Á þennan hátt myndast kaðall. Prjónið nokkrar umferðir á milli kaðlaumferða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=