PRJÓN 25 Stuðlaprjón (stroff) 2 sl, 2 br Þegar prjónað er áfram er slétta lykkjan prjónuð slétt og sú brugðna prjónuð brugðin. Ef prjónað er fram og til baka er því öfugt farið. Prjónið aðra hverja lykkju slétt og hina brugðna. Skipuleggið vinnuna þannig að hægt sé að deila í lykkjufjöldann með tveimur og að síðasta lykkjan í umferðinni sé brugðin. Prjónið sitt og hvað tvær lykkjur sléttar og tvær brugðnar. Þegar prjónað er stroff með tveimur sléttum og tveimur brugðnum þarf að vera hægt að deila í lykkjufjöldann með fjórum. Ef prjónað er í hring með sokkaprjónum hentar betur að byrja hvern prjón á sléttum lykkjum og enda á tveimur síðustu með brugðnum. Þannig kemur líka fljótlega í ljós ef villa er á útreikningi í prjóninu. Stuðlaprjón (stroff) 1 sl, 1 br
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=