Handbók í textíl

257 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR Sauma: 1. Saumið hliðarsaum. Mátið og þrengið ef með þarf. 2. Nælið kantbönd meðfram hálsmáli með réttur saman. 3. Beinsaumið 1 cm frá kanti. Teygið aðeins á böndum um leið og saumað er. 4. Strauið böndin upp að saumförum, brjótið böndin utan um saumförin og að röngu og nælið. Einn sentimetri af böndum sést frá réttu. 5. Stingið frá réttu með tvöfaldri nál rétt innan við fyrri beinsaum. 6. Saumið stutthliðar axlabanda með röngu út. 7. Nælið og saumið böndin við handvegi með réttur saman, stutthliðar banda og hliðarsaumar á bol eiga að standast á. 28 – 29 – 30 cm af böndum verða axlabönd. Ef toppurinn hefur verið þrengdur þarf einnig að stytta axlaböndin sem því nemur. 8. Saumið með tvöfaldri nál á sama hátt og hálsmálið. Á þeim hluta bandanna sem fer yfir axlir eru saumförin brotin inn að miðju. 9. Hægt er að klippa umframefnið sem snýr að röngu á böndum meðfram handvegi. 10. Brjótið 3 cm fald að neðan á topp. Stingið niður frá réttu með tvöfaldri nál. RA RA RÉ RÉ RA RA RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=