Handbók í textíl

255 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR 9. Brjótið innafbrotið við renni- lásaklauf að réttu á buxum samkvæmt miðfram merkingu (uppklippi). 10. Nælið strenglíningu við buxur meðfram efri kanti með réttur saman. Hliðarsaumar eiga að standast á. Klippið hluta af strenglíningu sem fer yfir innbrotið á rennilásaklauf. Hinn endinn sem er umfram er brotinn að röngu á buxum. Beinsaumið meðfram eftir kanti á strenglíningu. RA RA RA RÉ RÉ ✄ RA RÉ RÉ 11. Strauið strenglíningu upp á við og brjótið að röngu. Snúið innafbroti á rennilásaklauf yfir á réttu. 12. Snúið buxum við með rönguna út. Beinsaumið rennilásastunguna frá réttu samkvæmt merkingu. 13. Stingið meðfram mitti með beinsaumi og látið saumavélafót nema við brún. Byrjið og endið sauminn við rennilás. 14. Víxlsaumið neðri kanta á skálmum. Brjótið 3 cm falda að röngu, strauið og nælið. Stingið niður með beinsaumi rétt innan við víxlsaum. 15. Saumið krækjur í efst við rennilás eða handsaumið hneslu og tölu samkvæmt leiðbeiningum á bls. 171.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=