Handbók í textíl

253 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR Sníða: 1. Bætið við 1 cm saumförum og 3 cm í falda neðan á skálmum. 2. Sníðið sniðhluta samkvæmt skýringarmynd. Merkið fyrir miðju fram með litlu uppklippi í saumfarið. 3. Sníðið straulím fyrir strenglíningar. 20 brotbrún jaðar 21 23 22 efnisbreidd 150 cm Sauma: 1. Strauið straulím á röngu strenglíninga. Munið að setja pappír á milli straulíms og straujárns. 2. Rennilás er staðsettur þannig að upprenndur rennilásasleði er 2 cm frá efri kanti á buxum. Saumið rennilás í buxur samkvæmt leiðbeiningum á bls. 161 að punkti 5. 3. Merkið stungulínuna á rennilás með vel ydduðum krítarpenna en saumið ekki strax. 4. Saumið og víxlsaumið saman saumför fyrir miðju að aftan. RA Skýringarmynd fyrir mjaðmabuxur Skýringarmynd fyrir kósibuxur og æfingastuttbuxur brotbrún jaðar efnisbreidd 150 cm 20 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=