252 10. Mjaðmabuxur, kósíbuxur og æfingastuttbuxur Buxurnar eru með strenglíningu í mitti og rennilás. Með sömu leiðbeiningum er einnig hægt að sauma stuttbuxur. Ef hversdagsbuxurnar eru saumaðar úr joggingefni er hægt að fylgja sömu leiðbeiningum nema að saumað er saman með varpsaumi eða með litlu víxlspori (sporlengd 2, sporbreidd 2) og víxlsaumuð saman saumför með stóru víxlspori (sporlengd 3, sporbreidd 5). Sniðið er á sníðaörk B, síðu 2. Stærðir: S, M, L Efni og fylgihlutir: Kósíbuxur og æfingastuttbuxur: – kósíbuxur: efni (strech) sem teygist á breiddina 1,2 m, efnisbreidd 150 cm – æfingabuxur: efni sem teygist á breiddina 0,4 m, efnisbreidd 150 cm – mittisteygja: 70–80 cm, breidd 2 cm Mjaðmabuxur: – efni (strech) sem teygist á breiddina 1,2 m, efnisbreidd 150 cm – straulím fyrir strenglíningar – rennilás, lengd 15 cm – krækjur (í mitti við rennilás) Sniðhlutar: 20. framskálmar 21. afturskálmar 22. strenglíning að framan 23. strenglíning að aftan MJAÐMABUXUR, KÓSÍBUXUR OG ÆFINGASTUTTBUXUR 20 21 22 23
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=