Handbók í textíl

251 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR Sauma: 1. Saumið axlasauma, hliðarsauma og skrefsaum. 2. Mátið sundbol og skoðið hvort þurfi að þrengja og hvort handvegs- og hálsmálsop séu mátulega víð. 3. Skiptið hálsmáli í átta jafna hluta; brjótið fyrst til helminga, og aftur til helminga eða fjórfalt og það fjórfalda tvöfalt og merkið átta staði með títuprjónum. Gerið það sama við handvegsop og skálmaop. 4. Mælið kantteygjur 7/8 hluta af hálsmálsvídd (miðað er við snið). Skiptið teygju í átta jafna hluta og merkið með penna. Gerið það sama við kantteygjur í handvegs- og skálmaopum. 5. Nælið teygjur á rönguna með- fram efnisköntum. Látið 8-hluta merkingar standast á og teygjuenda skarast aðeins. 6. Saumið með víxlspori og teygið á um leið og saumað er. RA RA 7. Brjótið teygjur að röngu. 8. Saumið niður frá réttu með tvöfaldri nál eða þriggjaspora víxlsaumi. 9. Varpsaumið neðri kant á topp. Brjótið 3 cm fald að röngu og nælið. Saumið með tvöfaldri nál 2,5 cm frá faldbrún. Skiljið eftir smá op og þræðið teygju í göngin. RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=