Handbók í textíl

250 9. Æfingabolur og toppur Sömu leiðbeiningar er notaðar við að sauma æfingabol og topp. Breið teygja er þrædd í neðri kant á toppnum. Í leiðbeiningum er notaður varpsaumur. Títuprjónar eru ekki notaðir í varpsaumavélar en í staðinn er þræðsaumað með beinu spori í saumavél áður en saumað er með varpsaumi. Einnig er hægt að sauma saman með lokusaumi í saumavél eða litlu víxlspori (sporlengd 2, sporbreidd 2) og víxlsauma saman saumför með stóru víxlspori (sporlengd 3, sporbreidd 5). Sniðið er á sníðaörk B, síðu 2. Stærðir: S, M, L Efni og fylgihlutir: – æfingabolur: teygjanlegt efni með lycra 0,8 m, efnisbreidd 150 cm – toppur: teygjanlegt efni með lycra 0,45 m, efnisbreidd 150 cm – kantteygjur: teygjur, breidd 7 mm – teygjugöng á toppi: 2 cm breið teygja og u.þ.b. 80 cm löng Sniðhlutar: 16. framstykki 17. bakstykki ÆFINGABOLUR OG TOPPUR brotbrún jaðar 16 17 17 brotbrún 16 jaðar jaðar jaðar 16 17 efnisbreidd 150 cm Sníða: 1. Bætið við 1 cm saumförum og 3 cm í teygjugöng neðan á topp. 2. Sníðið sniðhluta samkvæmt skýringarmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=