Handbók í textíl

245 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR Sniðin á sníðaörk B, síða 2 Ef blandað er saman sniðum fyrir efri og neðri hluta líkamans er hægt að fá fram snið fyrir t.d. kjól eða samfellu með skálmum. Engar vinnuleiðbeiningar fylgja fyrir þessar flíkur en mögulegt er að sameina leiðbeiningar fyrir bol og buxur. Í leiðbeiningum sem hér fylgja er saumað með varpsaumi. Gott ráð er að þræðsauma saman stykki með beinu spori á erfiðum stöðum áður en saumað er í varpsaumavél. Ástæðan er sú að ekki má sauma yfir títuprjóna í slíkri vél. Einnig er hægt að sauma saman með lokusaumi í saumavél eða litlu víxlspori (sporlengd 2, sporbreidd 2) og víxlsauma saman saumför með stóru víxlspori (sporlengd 3, sporbreidd 5). Sniðhlutar: 16. framstykki 17. bakstykki 18. ermar 19. hálsmálslíning ÞR MF brotabrún efnis 16 18 17 ÞR MB brotabrún efnis MF 19 8. Bolur Sniðið á bolnum er aðskorið. Bolurinn er með hálsmálslíningu. Sniðið er á sníðaörk B, síðu 2. Stærðir: S, M, L Efni og fylgihlutir: – Síðerma bolur, teygjanlegt efni 1,2 m, efnisbreidd 150 cm – Stutterma bolur, teygjanlegt efni 0,65 m, efnisbreidd 150 cm – Band (bendlaband) sem ekki teygist 30 cm, breidd 1 cm

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=