Handbók í textíl

241 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR Jakki – hálsmál og rennilás 1. Saumið böndin sem ekki teygjast á axlasauma á röngu á bakstykki. 2. Nælið saman axlir á fram- og bakstykki með réttur saman og varpsaumið. 3. Nælið neðri kant á ytra kragastykki við hálsmál með réttur saman. Þræðisaumið með beinsaumi. 4. Varpsaumið saman saumför í hálsmáli. RA RÉ RÉ RÉ 5. Breiðið úr jakka á borð með réttu upp. Opnið rennilás og nælið hliðar láss við frambrúnir og kraga með réttur saman. Brjótið efnisenda á rennilás í vinkil undir rennilás 1 cm frá efri kanti kraga. 6. Skiptið yfir í rennilásafót á saumavél og beinan saum. 7. Varpsaumið innri brúnir og axlir á barmstykkjum. RÉ RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=