Handbók í textíl

235 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR 7. Hettujakki og jakki Jakkarnir ná niður að mjöðmum og sniðið er aðskorið. Báðir jakkarnir eru saumaðir samkvæmt sömu leiðbeiningum nema í hálsmáli og við rennilás. Í leiðbeiningum er saumað með varpsaumi. Í varpsaumavél má ekki nota títuprjóna. Á erfiðum stöðum er hægt að nota þræðisaum í venjulegri saumavél áður en saumað er í varpsaumavél. Einnig er hægt að sauma saman með lokusaum í saumavél með litlu víxlspori (sporlengd 2, sporbreidd 2) og víxlsauma saman saumför með stóru víxlspori (sporlengd 3, sporbreidd 5). Sniðið er á sníðaörk B, síðu 1. Stærðir: XS, (S), M, (L) Efni og fylgihlutir: – joggingefni eða flísefni, efnisbreidd 150 cm – straulím – opinn rennilás, lengd 45 cm, (45 cm), 50 cm, (50 cm) – anóraksnúra 1,25 m – (kósar 2 stykki) – band (bendlaband) sem ekki teygist 0,4 m, breidd 1 cm Sniðhlutar: 8. miðstykki að framan 9. hliðarstykki að framan 10. barmstykki 11. bakstykki 12. ermar 13. hetta (fyrir hettujakka) 14. kragi (fyrir jakka) 15. vasi (fyrir hettujakka) 12 Brot ÞR MB 11 8 MF ÞR MF ÞR 10 9 13 MB brot MF ÞR 15 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=