Handbók í textíl

234 6. Nælið saman skrefsauma á fram- og afturskálmum, látið miðsauma standast á. Nælið skrefsaum frá sömu átt, byrjið frá miðsaumum og niður að neðri kanti á skálmum. 7. Saumið skrefsauma og víxlsaumið saman saumför. 8. Víxlsaumið efri kant á buxum. 9. Brjótið 3 cm falda að röngu, strauið og nælið og beinsaumið rétt innan við víxlsaum. Skiljið eftir op við miðsaum að aftan fyrir teygju. 10. Mælið teygju um mitti til að finna út mátulega lengd. Þræðið teygju í göngin. Leggið teygjuenda á víxl og saumið saman. 11. Mátið buxur og athugið sídd. Víxlsaumið neðri kanta. 12. Gangið frá földum á sama hátt og í mitti. BUXUR OG STUTTBUXUR & HETTUJAKKI OG JAKKI RA RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=