Handbók í textíl

230 Hliðarsaumar, strenglíning og faldur Hliðarsaumar 1. Nælið saman fram- og bakstykki með réttur saman. 2. Saumið hliðarsauma frá neðri kanti að mitti. 3. Mátið pilsið og þrengið ef með þarf. 4. Víxlsaumið saman saumför. Strenglíning 1. Saumið hliðarsauma á strenglíningum fram og bak. Þegar strenglíningin er brotin út myndar hún form á við bókstafinn C. Ef pilsið hefur verið þrengt í hliðum er einnig þörf á að þrengja líninguna í hliðum. 2. Víxlsaumið báða enda á líningu og neðri kantinn. 3. Nælið efri kant á strenglíningu við efri kant á pilsi með réttur saman. Hliðarsaumar eiga að standast á. Brjótið báða enda á líningu að röngu. 4. Beinsaumið meðfram efri kanti. PILS RA RA RA RÉ RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=