Handbók í textíl

228 Rennilás í miðsaum bak 1. Víxlsaumið kanta á miðbaksaumum bakstykkja hvoru fyrir sig. 2. Nælið bakstykki með réttur saman. 3. Stillið á beinsaum, sporlengd 5 og þræðsaumið miðbaksaum 3 cm frá kanti og saumið að rennilásamerkingu. Festið ekki í byrjun né enda saums. 4. Takið bakstykkið úr saumavélinni og stillið sporlengd á 3. 5. Haldið áfram að sauma miðbaksaum frá rennilásamerkingu og niður að neðri kanti. Á síða pilsinu er hægt að enda 40 cm frá neðri kanti ef vilji er til að hafa klauf. Munið að festa í byrjun og enda saums. 6. Strauið saumför í sundur. 7. Nælið rennilás undir miðbaksaum (framhlið láss snýr að saumförum) þannig að efnisendar renniláss nái upp að efri kanti á pilsi. 8. Notið rennilásafót og saumið rennilás með beinsaumi frá réttu. Saumið þvert fyrir að neðan og saumið báðar hliðar frá sömu átt. 9. Sprettið upp þræðisaumnum með sprettihníf. PILS RA RA RÉ RÉ RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=