Handbók í textíl

227 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR Sníða: 1. Bætið við 3 cm faldi í neðri kanti á pilsi og 1 cm í saumför á öðrum stöðum. 2. Sníðið sniðhluta samkvæmt skýringarmynd. 3. Merkið fyrir saumförum miðbak á bakstykkjum og rennilás. Merkið fyrir sniðsaumum með litlu uppklippi í saumför í mitti á fram- og bakstykkjum. Merkið sniðsauma á röngu á fram- og bakstykkjum með merkipappír og sniðhjóli. 4. Sníðið straulímið og strauið á röngu strenglíninga fram og bak. Munið að verja straujárnið með því að setja t.d. smjörpappír á milli straulíms og straujárns. RA RA RA 2 1 4 3 brotbrún jaðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=