215 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR 4. Joggingpeysa og hettupeysa Sniðið er vítt. Í leiðbeiningum hér er notaður lítill (mjór) víxlsaumur til að sauma saman. Einnig er hægt að nota lokusaum í saumavél eða varpsaum í varpsaumavél. Ef valið er að nota síðarnefndu vélina þarf að muna eftir því að nota ekki títuprjóna. Í staðinn eru þeir staðir, sem erfitt er að sauma, „þræddir“ með löngum beinsaumsporum í saumavél áður en saumað er í varpsaumavél. Sniðin eru á sníðaörk A, síðu 2. Stærðir: 152 cm/S 164 cm/M 176 cm/L 188 cm/XL Joggingpeysa Efni og fylgihlutir: – 0,40 m band (bendlaband) sem ekki teygist, bandbreidd 1 cm – joggingefni eða flísefni, efnisbreidd 150 cm 152 cm/S 1,2 m 164 cm/M 1,3 m 176 cm/L 1,4 m 188 cm/XL 1,4 m – 0,25 m stroffefni, efnisbreidd a.m.k. 100 cm. Sniðhlutar: 9. framstykki 10. bakstykki 11. ermar 12. stroff neðan á bol 13. ermastroff 14. stroff í hálsmáli Sníða: 1. Bætið við 1 cm saumförum á öllum sniðhlutum. 2. Sníðið sniðhluta samkvæmt skýringarmynd. 10 11 12 13 14 efnisbreidd 150 cm jaðar brotbrún brotbrún brotbrún efnisbreidd 150 cm efnisbreidd a.m.k. 100 cm stroffefni brotbrún jaðar jaðar jaðar 9
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=