Handbók í textíl

PRJÓN 19 Affelling Að fella af merkir að ljúka við prjónið. Algengast er að fella af í einni umferð. Þegar fellt er af þykir hentugast að nota prjóna sem eru einu númeri stærri en prjónað var með eða fella af nógu laust þannig að brúnin herpist ekki saman. Slétt prjón 1. Prjónið tvær lykkjur. 2. Steypið fyrri lykkjunni yfir þá seinni. 3. Haldið þannig áfram út umferðina; prjóna næstu og steypa þeirri sem fyrir er á prjóninum yfir þá nýju. 4. Þegar aðeins ein lykkja er eftir er klippt á garnið og garnendinn dreginn í gegnum lykkjuna þannig að hún lokast. Lykkjufall Auðvelt er að laga lykkju sem fallið hefur niður með heklunál. Sléttu lykkjuna þarf að hekla upp eftir þverböndunum sem mynduðust í hverri umferð. Ef lykkjan er brugðin er auðveldara að laga lykkjuna frá hinni hliðinni og hekla hana upp eins og hún væri slétt. Stuðlaprjón (stroff) Prjónið slétta lykkju þegar felld er af slétt lykkja og brugðna lykkju þegar felld er af brugðin lykkja í stuðlaprjóni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=