198 Umhirða á skóm Skó á að pússa um leið og þeir verða skítugir. Útivistarskór og leðurstígvél eru smurð með leður- eða skófitu sem sýgur sig inn og ver skóna vel. Það borgar sig jafnvel að pússa nýja skó með skóáburði og í réttum lit. Rússkinnsskó (mokka) á að úða og bursta yfir með rússkinnsbursta þegar þeir eru þurrir. Mikilvægt er að fá upplýsingar um umhirðu á nýjum skóm í skóversluninni. Gott ráð er að skipta reglulega um skóinnlegg vegna þess að fætur svitna mikið. Að binda bindishnút – tveir möguleikar Allir ættu að kunna að binda bindishnút. Skoðið myndir hér að neðan og æfið. Enskur bindishnútur Franskur bindishnútur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=