194 1. Lesið meðferðarmerkingar. Látið þurrhreinsa ef flíkin þolir ekki þvott. 2. Athugið hvað orsakaði blettinn. Skrapið eða burstið það sem losnar. Ef bletturinn er tyggigúmmi eða annað plastefni setjið flíkina í frysti eða kæliskáp áður en skrapað er. 3. Prófið blettahreinsiefni fyrst á saumfari á flík. Hætta er á að hreinsiefnið hafi áhrif á litinn í efninu. 4. Bleytið og þrýstið á blett með eldhúspappír. Látið blett sogast upp í pappírinn. Skiptið oft um pappír. 5. Skolið með mildu vatni. Þvoið flík í þvottavél ef nauðsyn þykir. 6. Þau hreinsiefni sem fást í verslunum duga á flesta bletti. Margir blettir nást hreinlega ekki úr. Blettahreinsun Ef óhöpp verða til þess að blettir myndast á flík er mikilvægt að vinna strax á þeim og ná blettum úr. Hafa þarf fyrirhyggju við blettahreinsun þannig að ekki fari verr: blettur getur breitt úr sér og far myndast í kring og í versta falli getur myndast gat. Heitt vatn getur gert það að verkum að bletturinn festist til langframa. Dýrar flíkur ætti alltaf að setja í þurrhreinsun. Flest hreinsiefni eru eitruð og eldfim. Mikilvægt er að skilja aldrei slík efni eftir þar sem börn geta náð til. Mörg nothæf þvotta- og blettahreinsiefni fást í venjulegum matvöruverslunum. – Ammoníak (10 %) 1 teskeið í 2 dl af köldu vatni – Oxalsýra 1 teskeið í 1 dl af volgu vatni – Sítronusýra 3 teskeiðar í 2,5 dl af volgu vatni – Edik er þynnt út með vatni 1:1. Skemmir asetat-, tríasetat og pólýakrýlefni. Hægt er að fá ýmis hreinsiefni í verslunum til að ná blettum úr fötum. Lesið ykkur til á umbúðunum hvers konar bletti efninu er ætlað að hreinsa.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=