SAUMUR 191 Umhirða og endurnýting fatnaðar Í dag er lífsskeið fatnaðar allt of stutt. Fatnaði sem kominn er úr tísku er gjarnan hent. Með smá viðleitni og umhugsun getur fatnaður átt lengra líf. Föt sem ekki eru í notkun lengur er hægt að gefa eða selja, t.d á nytjamarkaði. Hvers vegna ekki að lífga upp á þau þannig að þau verði sem ný? Ýmis hjálparsamtök safna saman fatnaði sem þau síðan gefa áfram. Ónothæf föt eru send í endurvinnslu og nýtt áfram í pappírs- og textíliðnað. Áður fyrr var allur textíll endurnýttur. Gömul föt voru klippt niður í ræmur og ofnar úr þeim mottur eða klippt niður í búta og saumuð bútasaumsteppi. Við kaup á nýjum fatnaði er mikilvægt að huga að því hvað maður nauðsynlega þarf. Betra er að huga að gæðum og borga aðeins meira fyrir hversdagsfatnað. Sparifatnaður er notaður mun sjaldnar og þess vegna borgar sig ekki að fjárfesta í dýrum fatnaði. Gott ráð er að skoða meðferðarmerkingar á flíkinni þegar í versluninni og áður en hún er keypt. Góð umhirða á fatnaði skilar sér í betra útliti og betri endingu. Að þvo fatnað Undirbúningur Á fatnaði er meðferðarmerkimiði sem festur er í hálsmál eða hliðarsaum. Mikilvægt er fylgja vel eftir slíkum leiðbeiningum. Aðskilja á ljósan og dökkan fatnað við þvott þannig að sá ljósi haldi lit. Lita-þvottaefni eða fín-þvottaefni eru notuð fyrir litaðan fatnað. Handþvottur Mikilvægt er að leysa þvottaefnið upp í bala áður en flíkin er sett út í vatnið. Nota á vel af vatni þegar þvegið er og skolað. Eftir þvott Þegar þvottavélin er búin að þeytivinda er slétt vel úr fötunum og þau hengd upp. Ef notaður er þurrkari á að taka fötin út um leið og þau eru þornuð. Þurrkari Fashion is a form of ugliness so intolerable that we have to alter it every six months. – Oscar Wilde Athuga þarf hvort flíkin þoli meðferð í þurrkara með því að skoða meðferðarmerkimiða . Joggingefni og önnur teygjuefni geta hlaupið töluvert í þurrkara og því er slík meðferð oft ekki leyfð .
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=