Handbók í textíl

PRJÓN 17 Brugðin óprjónuð lykkja Slétt óprjónuð lykkja Prjónað í lykkju í fyrri umferð Útaukning – fjölga lykkjum Útaukning með uppslætti Aukið út með því að slá garni upp á prjóninn. Þegar lykkjan er síðan prjónuð í næstu umferð myndast lítið gat. Teygið á prjónalykkju úr fyrri umferð og færið upp á vinstri prjón og prjónið hana slétt. Prjónið næstu lykkju slétt. Þegar slétt lykkja er tekin óprjónuð á hægri prjón þá er garnið á bakhlið. Þegar brugðin lykkja er tekin óprjónuð á hægri prjón þá er garnið á framhlið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=