SAUMUR 169 Hnappagöt og tölur Samkvæmt hefð eru hnappagöt á dömufatnaði hægra megin en á herrafatnaði vinstra megin. Tölur (eða hnappar) eru staðsettar á samsvarandi hlið til móts við hnappagöt. Hnappagöt og tölur eru alltaf saumuð í tvöfalt efni. 1. Venjulega eru hnappagöt saumuð lárétt. 2. Ef framstykki er með hneppulista eða stungu þá eru hnappagöt saumuð lóðrétt. Hnappahneslur Í vissum tilvikum er saumuð hnesla í höndum í stað hnappagats. 1. Saumið nokkur löng spor í samræmi við lengd á hneslu. 2. Styrkið hnesluna með kappmellusporum. Fyrsta og síðasta sporið er saumað fast við efnið. RÉ
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=