SAUMUR 159 Rennilásarklauf Rennilás í miðri klauf 1. Víxlsaumið fyrst saumför báðum megin. 2. Nælið efnishluta með réttur saman. 3. Stillið á beinsaum á saumavél (sporlengd 5) og saumið eftir rennilásarmerkingu. Festið ekki í byrjun né enda. 4. Stillið síðan saumavél á venjulega sporlengd. 5. Saumið framhaldið af saumi. Athugið að festa í byrjun og í enda saums. 6. Pressið saumför í sundur. 7. Staðsetjið rennilás fyrir miðju undir fyrri saum frá röngu þannig að saumfarsendar renniláss nemi við efniskant. Nælið rennilás að neðan við efnið. RA RÉ RA RA 1.–5. 6.–7. 9. RA RÉ 8. 8. Nælið síðan frá réttu fyrir miðjum saum. Fjarlægið títuprjón á röngu. 9. Notið rennilásarfót og saumið beinsaum meðfram hvorri rennilásarhlið. Saumið frá og í sömu átt báðar hliðar. Opnið klauf með sprettuhníf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=