PRJÓN 13 Fyrir þá sem eru byrjendur í prjóni er hentugt að prjóna úr ullargarni, vegna þess að þá sést síður ef prjónalykkjurnar eru ójafnar. Gott ráð og fljótlegt er að byrja að prjóna húfu eða ullarvettlinga úr fremur grófu garni með grófum prjónum. Bómullargarn Bómullargarn hentar vel fyrir flíkur á vorin og sumrin. Bómullargarn sem er með glansandi áferð kallast merceriseruð bómull og gerir það garnið sterkara. Ódýrara er að framleiða bómullargarn en ullargarn. Ef valið er að prjóna úr bómullargarni þarf að hafa í huga að velja rétta prjónastærð miðað við það sem gefið er upp í prjónfestu á vörumiðanum eða í uppskrift. Bómull er ekki sérstaklega teygjanleg. Ef prjónað er of fast er erfitt að fækka eða fjölga prjónalykkjum ef vinnan við prjónið er þegar hafin. Ef prjónað er of laust verður yfirborð prjónsins ójafnt. Mikilvægt er að þvo varlega prjónaðar bómullarflíkur. Blaut flík er líka fremur þung og getur því teygst á flíkinni sé hún hengd til þerris. Flíkin heldur betur formi ef hún er þurrkuð á flötu undirlagi og á það einnig við um ullarflíkur. Gervigarn og blandgarn Gervigarn hentar vel fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir ull. Garn úr gervitrefjum er ódýrara í framleiðslu en ullargarn. Pólýakrýl lítur út og er með álíka áferð og ullargarn og er þess vegna gjarnan notað í prjónagarn. Áferðagarn er oftast úr gervitrefjum. Garnið getur verið loðið og lykkjað eða með málmþráðum og er almennt dýrara en hefðbundið garn. Þegar blandað er saman gervitrefjum og náttúrutrefjum geta eiginleikar beggja notið sín. Aðeins lítið hlutfall af pólýamíd gerir ullargarnið mun slitsterkara og þess vegna er pólýamíd í flestu garni sem hentar í sokka. Ef blandað er litlu hlutfalli af gervitefjum við móhár eða angóru verður auðveldara að prjóna úr garninu og líka mun ódýrara í framleiðslu. Blönduð ull
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=