134 Sníðaarkir í tískublöðum Jafnvel byrjendur hafa möguleika á að finna áhugaverð snið í handavinnu- og tískublöðum. Handavinnublöð með sníðaörkum er skipt niður í þrjá hluta: myndasíður, saumaleiðbeiningar og eina eða fleiri sníðaarkir. Á myndasíðum eru ljósmyndir af tilbúnum flíkum. Flíkurnar eru oft merktar ákveðnu númeri sem vísar á saumaleiðbeiningar með sama númeri inni í blaðinu. Mikilvægt er að lesa vel yfir saumaleiðbeiningar en þar er að finna upplýsingar um sniðhluta á sníðaörkum og leiðbeiningar um vinnuferlið í smáatriðum. Sy & Sticka 1. Veljið snið með því að skoða útlitsteikningar af flíkum eða myndasíður með ljósmyndum. Lesið yfir saumaleiðbeiningar fyrir valda flík. Í sumum blöðum eru saumaleiðbeiningar á sníðaörkum. Hver stærð er merkt með ákveðnum litalínum eða merkilínum á sníðaörk. Sniðhlutar er merktir númeri þannig að auðvelt er að finna þá inn á sníðaörk. 2. Veljið rétta stærð. Berið saman eigin mál við málin í máltöflu. Máltaflan er á fremstu síðum með saumaleiðbeiningum. 3. Skoðið vel hvernig stærðalínur á sníðaörk eru merktar, hvaða númer eru á sniðhlutum og á hvaða sníðaörk þeir eru staðsettir. 4. Leitið að númeri sniðhluta í ytri köntum sníðaarka. Í lóðréttri átt frá númeri inn á sníðaörk er að finna sama númer og rétta stærðalínu sniðhluta. Stundum eru númer ekki á köntum sníðaarkar og þarf þá að finna rétt númer í réttum lit inn á sníðaörk. Auðveldara er að styrkja útlínur sniðhluta áður hann er teiknaður upp á sníðapappír. Notið reglustiku til að taka upp snið. Merkið inn á sniðhluta allar sniðmerkingar og aðrar upplýsingar sem eiga við sníða- og saumavinnu sem framundan er. Í saumaleiðbeiningum eiga að vera eftirtaldar upplýsingar: * ljósmynd af flík * sniðstærðir * efni, tvinni og fylgihlutir, t.d. snúra, sylgja eða rennilás * litlar útlitsmyndir af sniðhlutum * sníða- og saumaleiðbeiningar Sniðhlutar: 8 framstykki 9 bakstykki 10 ermar 11 hetta 24 BARNA- BAÐSLOPPUR LJÓSMYND Á BLS. 51 Stærð: 100 (110) 120 (130) cm Hönnun: Anneli Leppänen Efnismagn: 2,45 (2,65) 2,90 (3,15) m af 70 cm breiðu grænu efni með vöffluáferð, fyrir fóður 0,80 (0,90) 1,00 (1,10) m af 150 cm breiðu stretchfrotte-efni. Sniðið er merkt með bláu á SNÍÐAÖRK A Á SÍÐU 2. Sníða: Mátið sniðið og breytið eftir þörfum. Brjótið græna efnið tvöfalt og leggið fram- og bakstykki við brotbrún, báðar ermar við brotbrún og hettu á tvöfalt, bætið við 1 cm í saumför og 3 cm í falda. Sníðið sömu sniðhluta í tvöfalt frotte og bætið við 1 cm í saumför, nema á klaufum og földum. Sníðið tvö stykki fyrir bönd 12 x 130 cm (innif. saumför) í þá átt á efni sem teygist ekki.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=