SAUMUR 131 Að velja snið Snið eru notuð til að sníða eftir í efni. Snið er hægt að kaupa í vefnaðarvöru- eða saumaverslunum eða þau eru tekin upp af sníðaörkum í handavinnublöðum. Að velja stærð Sniðstærðir er valdar eftir yfirvídd eða mjaðmavídd. Yfirvíddin er mæld þvert yfir hæsta hluta brjósta, undir handleggi og þvert yfir bakið (herðar). Málbandið má hvorki vera of strekkt né of laust. Sá sem er mældur þarf að geta andað eðlilega án þess að það strekkist á málbandinu. Yfirvíddin ræður sniðstærð á blússum, jökkum, vestum og kjólum. Mjaðmavíddin er mæld lárétt yfir svæðið þar sem mjaðmir eru breiðastar. Málið er nákvæmt ef hægt er að færa málbandið upp og niður meðfram mjöðmum. Mjaðmavíddin ræður sniðstærð á pilsum og buxum. yfirvídd mjaðmavídd
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=