124 Saga fatnaðar og fatagerðar Í veðurfari eins og okkar hefur helsta ástæðan, að bera klæði, verið að halda á sér hita. Elstu klæði voru skinn sem vafin voru um líkamann. Smám saman var farið að súta skinnin, setja þau saman, lita og skreyta. Skinn, eins og náttúrutrefjar, brotna fljótt niður og hafa því forn klæði ekki varðveist fram á okkar daga. Hellamálverk og verkfæri sem fundist hafa frá þessum tímum gefa vísindafólki færi á að rannsaka hvernig forsöguleg klæði hafa litið út. Elstu saumnálar eru tálgaðar úr mammúta-beini og eru um 100.000 ára gamlar. Með þessum einföldu verkfærum voru saumuð skinnklæði, ekki ósvipuð og inúítar klæðast á okkar tímum. Fyrir um 10.000 árum byrjaði manneskjan að rækta jörðina og hafa húsdýr sem leiddi til fastrar búsetu og myndun samfélags. Á frjósömum sléttum við Tígrisfljót og við Miðjarðarhaf þróaðist þekking í að vefa efni úr ull og hör. Í Róm til forna voru efnin lögð í fellingar á líkamann og gáfu klæðin til kynna stöðu, stétt og ríkidæmi hvers og eins. Orðið „tíska“ varð til við hirð sólkonungsins Lúðvíks fjórtánda á 17. öld í Frakklandi. Aðeins þeir efnuðu í samfélaginu höfðu möguleika á að klæðast tískulegum fatnaði. Vinnufólk notaði fötin sín þar til þau voru útslitin. Handsnúnar saumavélar komu fram um 1825 og voru síðan í þróun alla 19. öldina. Fyrstu saumavélarnar komu til Íslands um miðja öldina og voru orðnar að almenningseign um aldamótin 1900. Saumavélar voru fyrst stýrðar í höndum eða fótstignar og síðar var settur í þær rafmótor. Framleiðsla á fatnaði varð eftir það mun hraðari, ein vél gat afkastað á við fimm manneskjur. Iðnbyltingin í Evrópu á 19. öld gerði það að verkum að farið var að fjölda-
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=