119 ÝMSAR TEXTÍLAÐFERÐIR Notið hanska meðan á litunarferlinu stendur. 4. Bleytið garnið fyrst í volgu vatni og leggið það síðan í pottinn með hjálparefninu. 5. Hitið vatnið upp í 80-90°C. Hreyfið við garninu í baðinu. Haldið sama hitastigi í eina klukkustund. Látið vatnið ekki sjóða. 6. Lyftið garninu úr litabaðinu. Hægt er að setja garnið strax í litabaðið. Einnig er hægt að þurrka garnið og geyma fyrir síðari notkun. Snúið og hreyfið við garninu meðan það þornar. Litunarbaðið 1. Nota þarf þrisvar sinnum meira af jurtum en garni, þ.e. 300 g af jurtum fyrir 100 g af garni og því meira af jurtum því sterkari litur fæst. 2. Setjið jurtirnar í pott. 3. Hellið vatni yfir þar til jurtirnar eru alveg undir vatni. 4. Sjóðið í um einn klukkutíma. 5. Síið litabaðið og hellið því aftur í pottinn. Að lita 1. Bleytið garnið með hjálparefninu og dýfið síðan í litabaðið. Látið löngu lykkjurnar á hespunum hanga út fyrir pottinn. 2. Hitið litabaðið upp í 80-90°C. Haldið í garnlykkjuna og hreyfið við garninu fram og til baka í litabaðinu. 3. Lyftið hespunum upp úr litabaðinu eftir einn klukkutíma. Ef leitað er eftir litatónum er hægt að taka sumar hespur fyrr upp úr litabaðinu. Sterkasti liturinn fæst ef hespurnar eru látnar liggja í litabaðinu þar til það hefur kólnað. Að skola og þurrka garnið 1. Hreinsið allt mögulegt kusk úr garninu. 2. Skolið garnið varlega í miklu vatni. Lækkið smám saman hitann á skolvatninu til að koma í veg fyrir að garnið þófni. Skolið þar til vatnið er hreint af lit. 3. Þurrkið garnið í skugga og í góðri loftræstingu. Erfitt getur reynst að fá fram sama lit þegar litun er endurtekin vegna þess að margir ólíkir þættir hafa áhrif á árangur litunar í hvert sinn, s.s. tími litunarferlis, ástand og gæði vatns, aldur og vaxtarstaður plöntunnar og árstíðaskipti.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=