115 ÝMSAR TEXTÍLAÐFERÐIR Efni og áhöld – grunnefni fyrir rýja eða strigajava – ullargarn – rýjanál eða gróf nál með rúnnuðum enda – þunn tréspýta eða reglustika Saumuð rýjaaðferð Teiknuð fyrirmynd Teiknið fyrirmynd á rúðublað og litsetjið. Ein rúða samsvarar tveimur rýjahnútum á breiddina og einni rýjaumferð á hæðina. Ein rúða er 1,5 cm x 1,5 cm í tilbúnu verki. Tíu rúður samsvara 15 cm x 15 cm af yfirborði rýjaverksins. Útlínur á einfaldri fyrirmynd er hægt að teikna með blýanti beint á grunnefnið. Form og litir í rýja Veljið einfalda og stílíseraða fyrirmynd eða veljið að vinna eingöngu með litafleti. Einn hnútur getur líka verið samsettur úr fleiri en einum þræði og gefur það ýmsa möguleika á samsetningu lita: – Allir þræðir í sama lit – Allir þræðir í mismunandi litum – Einn þráður í öðrum lit – Tveir þræðir í öðrum lit – Litirnir geta myndað afgerandi útlínur og form eða þeir renna saman sem næst með litablöndum í sjálfum rýjahnútunum. Undirbúningur á rýjaverki 1. Ákveðið stærðina á tilbúnu verki og bætið við 3 cm í saumför á öllum hliðum. Ef sauma á veggteppi er bætt við 6 cm af efni fyrir göng að ofan. Tréskaft er þrætt inn í göngin áður en teppið er hengt upp. 2. Saumið alla kanta með þriggjaspora víxlsaum. 3. Ef grunnefnið er strigajavi er dreginn úr efninu þráður með 1,5 cm millibili á breiddina til að fá fram beinar línur til að fara eftir í hverri hnútaumferð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=