114 Rýja Vefnaður með rýjaaðferð þekktist fyrir 5.000 árum. Í kringum árið 800 notuðu víkingar á Norðurlöndum rýjavefnað sem ábreiður í víkingaskipin. Í Finnlandi voru rýjaafurðir notaðar til að halda hita og sem ábreiður í báta og á snjósleða. Í byrjun voru aðallega notaðir náttúrulegir sauðalitir í hvítu, gráu eða svörtu. Smám saman var farið að jurtalita garnið og seinna var nær eingöngu notað verksmiðjulitað garn. Eftir miðja 20. öld þróaðist rýjaaðferðin meira yfir í veggteppi og mottur sem höfðu skrautlegt gildi á heimilum, þar á meðal á Íslandi. Í dag eru rýjaverk ekki endilega hönnuð sem nytjaafurð heldur flokkast þau frekar undir textíllist. Í vefaðferðinni eru rýjahnútar lagðir inn í uppistöðuna með jöfnu millibili. Milli rýjaraðanna er ofið ívafsgarn sem skorðar af rýjahnútana. Einnig er hægt að sauma rýjagarn á efni í höndum eða í saumavél. Einfalt er að hnýta efnisræmur úr teygjanlegum efnum í netefni, t.d. stamt undirlag fyrir mottur. Röggvarfeldur eftir Ásthildi Magnúsdóttur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=