Handbók í textíl

111 ÝMSAR TEXTÍLAÐFERÐIR Vefnaður Í vefstólum eru þræðir fléttaðir saman í voð. Uppistöðuþræðir liggja lóðréttir í vefstólunum og er hlutverk vefstólsins að halda þeim strekktum og víxla þeim upp og niður um leið og ívafsþræðinum er rennt á milli uppstöðuþráðanna. Ívafsþræðir liggja láréttir og inn á milli lóðréttra uppistöðuþráða. Vefnaður er þekktur í nær öllum samfélögum langt aftur í aldir. Stundum voru notaðir dýrmætir þræðir úr silki og jafnvel gullþræðir þannig að ofin efni voru líka verðmæt. Þegar iðnbyltingin í Evrópu var komin á skrið um miðja 19. öld var nær eingöngu ofið á vélvædda vefstóla í verksmiðjum og svo er enn í dag. Á Íslandi hefur vefnaður verið þekkt iðja allt frá landnámsöld. Ofið var á svonefndan kljásteinavefstað sem er veframmi sem stendur upp við vegg og þurfti því að standa meðan ofið var. Aðallega var ofin einskefta og vaðmál í fatnað. Einnig var ofinn svokallaður röggvarfeldur sem lítur út eins og vaðmál öðrum megin og gæra hinum megin. Inn í ívafið voru lagðar ullarræmur og var röggvarfeldurinn því einstaklega hlýr. Einnig var stundaður spjaldvefnaður en hann barst líka til Íslands með landnámsmönnum. Spjaldofin bönd voru t.d. notuð í belti, axlabönd og hnýtubönd fyrir sokka og pils (konur bundu upp pilsin sín við vinnu útivið). Í spjaldvefnaði eru notuð lítil spjöld sem áður fyrr voru úr tré en í dag eru notuð spjöld úr stífum pappa og tilvalið að nota gömul spil. Í gegnum göt á spjöldunum eru dregin uppistöðubönd og þeim haldið strekktum meðan ívafið er lagt á milli og er hægt að mynda ýmiss konar munstur. Víkingatíminn nær frá árinu 800-1100. Víkingar voru miklir landkönnuðir og færir í skipasmíði. Þeir notuðu ull í sauðalitunum í fatnað. Efni í klæði voru úr ull sem spunnin var í þráð á snældu, síðan var ofið efni í kljásteinavefstað og allur fatnaður var Kljásteinavefstaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=