109 ÝMSAR TEXTÍLAÐFERÐIR Efni og áhöld – ullarkemba í ýmsum litum – blautsápa (lopasápa), heitt vatn í skál eða úðaflösku – matarolía ef ullin er lituð – plast til að hlífa borði – stór bolli – heitt og kalt vatn í bölum HEI TT KALT Blautþæfing 1. Leggið plast yfir borðflöt og merkið áætlaða stærð á tilbúnu verki. Notið ríflegt af kembdri ull miðað við áætlaða stærð vegna þess að við núninginn skreppur ullarkemban saman. 2. Losið um kembinguna. Raðið kembunni þannig að hún skarist vel saman og myndi lög (4-6) sem vísa sitt í hvora átt þannig að engin skil myndist. 3. Blandið 5 lítra af heitu vatni með tveimur matskeiðum af blautsápu (lopapsápu). Hentugt er að setja sápuvatnið í úðabrúsa. 4. Hellið og úðið vatni yfir flötinn. Þrýstið létt ofan á með höndum þannig að loftið fari úr ullarkembunni. Nuddið fyrst í hring með fingurgómunum út frá miðju og að köntum án þess að þrýsta fast og þar til ullarhárin fara að grípa í hvert annað. Haldið áfram að nudda frá köntum að miðju með flatri hendi. 5. Vætið ullarkembuna eftir þörfum og þæfið í a.m.k. 15 mínútur. Snúið við og þæfið bakhlið á sama hátt og framhlið. 6. Haldið áfram að þæfa þar til voðin hefur þæfst vel saman. Klípið í voðina og ef hárin losna frá þarf að nudda meira. 7. Kreistið sápuvatnið úr voðinni. Skolið vel til skiptis úr heitu og köldu vatni. Látið þorna á stað sem hægt er að lofta vel.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=