Handbók í textíl

106 Dúskar og kögur Dúskar og kögur er hægt að festa á trefla, vettlinga og húfur. Að búa til dúska er sniðug leið til að nýta garnafganga. Hvers vegna ekki að búa til eyrnalokka úr litlum dúskum? Dúskur 1. Klippið út tvo jafnstóra hringi úr stífum pappír. 2. Skerið op í miðjuna á pappahringjum. Opið á að vera 1/3 hluti af heildarþvermáli hringsins. Opið má ekki vera of stórt vegna þess að breiddin á dúsknum verður of lítil og erfitt að strekkja saman í lokin. 3. Vefjið garnið utan um pappírsformið, frá opi og fyrir brúnir, með grófri nál með rúnnuðum enda. Því oftar sem vafið er því meira garn og þeim mun þykkari verður dúskurinn. 4. Klippið varlega í garnið í ytri brún milli pappahringjanna allan hringinn. 5. Vefjið sterku garni utan um garnið á milli pappahringja, strekkið vel og hnýtið hnút. Garnendarnir eru síðan notaðir til að sauma dúskinn fastan t.d. á húfu. 6. Takið pappahringina varlega af og jafnið dúskinn til með skærum. en sax. 

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=