Handbók í textíl

100 Efni og áhöld – rammi fyrir perluvefnað eða stíft karton – band fyrir perluvefnað eða grannt heklugarn – perlur – löng og mjó perlunál – málningarlímband Perluvefnaður Frumbyggjar í Asíu, Ameríku og Afríku hafa búið til perlur úr steinum, beinum og klóm af villidýrum, skeljar og eggjaskurn af strútseggjum. Þessar handgerðu perlur voru miklar gersemar. Perluskraut og perluskreyttur fatnaður var notaður fyrir hátíðleg tækifæri og við trúarathafnir. Glerperlur voru teknar í notkun eftir að landkönnuðir og landnemar kynntu þær fyrir frumbyggjum landanna. Frumbyggjar Norður-Ameríku notuðu perluvefnað til að búa til skartgripi, belti og bönd. Hefð var fyrir því að hver ættbálkur notaði sína eigin liti og munstur. Aðferðin við vefnaðinn gerir það að verkum að munstrið verður sjálfkrafa rúmfræðilegt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=