99 ÝMSAR TEXTÍLAÐFERÐIR 3. Adire oniko (brotið og hnýtt) Brjótið efnið nokkrum sinnum og strauið. Rúllið efninu upp og bindið fyrir á nokkrum stöðum. Framkalla má áhugaverð munstur með því að binda efni utan um ýmis form, t.d. flöskutappa, steina, og glerkúlur. Einnig má nota þvottaklemmur á samanbrotið efni til að hindra að litur dragi sig inn í brotin. EÐA 4. Adire alabere (þrætt og krumpað) Saumið þræðispor með tvöföldum tvinna. Hnýtið stóran hnút á tvinnaendann áður en byrjað er að sauma. Þræðið munstur í efnið að eigin vali. Dragið fast í tvinnana þannig að efnið krumpist vel saman og festið tvinnaendana vel. 5. Dýfið efninu í litabaðið. Litið efnið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Látið efnið þorna. 6. Dragið þræðinguna úr efninu og sléttið úr því. Spennandi er að sjá útkomuna vegna þess að ómögulegt er að spá fyrir um hana í þessari aðferð. Munstrið sem myndast kemur yfirleitt allaf á óvart.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=