Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 96 VÉLSAUMUR BANGSI Efnisþörf: * 30 cm af efni (t.d. bangsaefni, ullar- eða bómullarefni) * mokkaskinnsbútar eða gervileðurbútar fyrir trýnið og hrammana * 2 stk. bangsaaugu * 1 stk. hnappur fyrir nef * tróð Teikna og klippa eftir sniðum 1. Þegar þú teiknar eftir sniðum skaltu muna að setja inn merkingar. Merkingarnar hjálpa við að fylgja vinnulýsingunni. Saumfarið, 1 cm, er innifalið í sniðinu. 2. Klipptu eftir sniðhlutum. Þegar klippt er eftir spegilmynd er sniðinu snúið á hvolf. 3. Fjarlægðu sniðið af efninu fyrst þegar kemur að því að sauma bútana saman. Bútarnir eru líkir og erfitt að vita hvað er hvað þegar búið er að taka sniðið af. Bangsabúkurinn saumaður 1. Nældu og saumaðu hrammana á framhlið framfótanna (JL). 2. Nældu og saumaðu miðsauminn á framstykkinu. 3. Nældu og saumaðu sniðsaumana á framstykkinu (V). 4. Nældu og saumaðu framfæturna á framstykkið (MN). 5. Finndu miðjuna á bakstykki og afturfótum (P). Nældu saman og saumaðu saman bakstykkið og afturfætur (OPO). 6. Nældu og saumaðu framfætur við bakstykkið (RS). 7. Nældu maga- og bakstykki á bangsanum saman, réttu á móti réttu. Byrjaðu að sauma við hálsinn. Haltu áfram að sauma meðfram brúnum framfótar, hlið á búk og endaðu neðst á fæti. 8. Nældu og saumaðu skrefsauminn. Klipptu uppí saumförin á sveigðum bútum eins og þarf. Gættu þess að klippa ekki í sauminn! 9. Nældu og saumaðu iljarnar á afturfæturna (Y). Snúðu búknum við yfir á réttuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=