HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 95 VÉLSAUMUR FERÐAKOLLUR BURÐARPOKI 7. Straujaðu 1 cm innafbrot á lengri hlið vasastykkjanna. 8. Nældu rennilásinn á milli brotbrúna vasastykkjanna með enda rennilássinns þvert á brúnt vasans. Nældu og saumaðu eins og myndin sýnir. Mundu að skipta yfir í rennlásafót. 9. Straujaðu 1 cm innafbrot á hina stuttu og löngu hlið vasans. 10. Leggðu vasann ofan á burðarpokann, neðst við brúnir hornsins. Nældu. Saumaðu vasann á með beinsaumi. MUNDU AÐ HAFA SAUMAVÉLANÁLINA NIÐRI ÞEGAR ÞÚ SNÝRÐ VIÐ Á HORNI! 11. Festu plastvasann við fyrir nafnspjald á góðan stað með límbandi. Saumaðu meðfram þremur hliðum með beinsaumi. 12. Staðsettu hölduna við brún burðarpokans frá réttu, með enda höldunnar þvert á brún pokans. Saumaðu með beinsaumi fram og til baka. 13. Brjóttu pokann eftir endirlöngu. Haldan fer inn í pokann og rangan snýr út á pokanum. Saumaðu eftir lengri hliðinni og botninum. 14. Byrjaðu að sauma fyrir neðan faldinn efst á pokanum, (skilja faldinn eftir opinn á endum!). Saumaðu með beinsaumi, mundu að bakk í byrjun og enda. 15. Snúðu burðarpokanum við yfir á réttuna. Straujaðu, en gættu þess að strauja ekki vasann fyrir nafnspjaldið. 16. Þræddu snúru í faldinn/snúrugöngin. Ari
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=